Author page: Sigþrúður Ármann

Að vilja verða aldraður en ekki vera aldraður

Þær kynslóðir, sem mynda hóp eldri borgara, hafa lagt mikið á sig til að byggja upp það velsældarþjóðfélag og þann þjóðarauð sem við njótum í dag. Sú uppbygging hefur ekki orðið til af sjálfu sér heldur með eljusemi og óbilandi trú á að hægt væri að stefna hátt. Hver og einn hefur lagt sitt að mörkum, á sinn hátt, til að rekstur samfélagsins gangi. Á tyllidögum er stundum á þetta minnst og um það fjallað en orðum þurfa að fylgja athafnir.

Hvetjandi umhverfi til athafna

Öflugt atvinnulíf leggur grunninn að góðu velferðarkerfi, framþróun og hagsæld. Það er því hagur okkar allra að efla atvinnulífið. Til þess að efla atvinnulífið þurfum við að skapa hvetjandi umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki. Umhverfi þar sem við fáum tækifæri til að nýta hæfileika okkar.

TGS 2024